Liðstyrkur til Grindavíkurstúlkna
Grindavíkurstúlkur hafa ákveðið að styrkja lið sitt fyrir komandi átök í Símadeildinni í knattspyrnu með því að semja við skoska stúlku frá Kilmarnock. Stúlkan heitir Marina MacDonald og er 20 ára miðjumaður. Marina mun koma til með að styrkja lið Grindavíkur töluvert og mun hún bætast í hóp tveggja skota sem fyrir eru hjá liðinu.