Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Liðsstyrkur frá Serbíu til Reynis
Miðvikudagur 14. maí 2008 kl. 14:06

Liðsstyrkur frá Serbíu til Reynis

Reynismenn fengu nýverið tvo serbneska leikmenn í sínar raðir fyrir átökin í 2. deild karla í knattspyrnu sem hefjast á föstudag í þessari viku. Leikmennirnir sem komu til Sandgerðis heita Novak Popovic og Milos Misic en Novak er framherji og Misic er örvfættur varnarmaður. Leikmennirnir fengu leikheimild fyrir leik föstudagsins og því reyna Sandgerðingar nú eftir fremsta megni að koma þeim á klakann fyrir föstudag.

 
Hópur Reynis er því að verða fullskipaður fyrir sumarið en í gærkvöldi kom Darko Milojkovic til landsins og er kappinn klár í fyrsta leik.
 
 
VF-Mynd/ Úr safni Hvíti Herinn í Sandgerði er klár í slaginn!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024