Liðsauki til Keflavíkur
Bikarmeistarar Keflavíkur í knattspyrnu hafa fengið liðsstyrk en í vikunni samdi framherjinn Einar Örn Einarsson við liðið til þriggja ára.
Einar er 23 ára og hefur leikið allan sinn feril hjá Leikni. Hann lék 99 leiki fyrir þeirra hönd og gerði þar 44 mörk. Hann gerði 6 mörk í 17 leikjum í 1. deildinni í sumar.
Við undirritun samningsins lýsti Einar mikilli ánægju með að vera kominn til Keflavíkur og það væri ögrandi verkefni að leika með félaginu í efstu deild.
Mynd af heimasíðu Keflavíkur/Jón Örvar