Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Liðsauki til Grindavíkur
Þriðjudagur 16. maí 2006 kl. 14:42

Liðsauki til Grindavíkur

Grindvíkingum hefur borist liðsauki frá Skotlandi fyrir baráttuna í Landsbankadeildinni í knattspyrnu í sumar. Nýji leikmaðurinn er 25 ára markvörður og heitir Colin Stewart.

Stewart mun keppa um stöðu aðalmarkvarðar við Helga Má Helgason en ásamt því að vera leikmaður mun hann sjá um markvarðaþjálfun hjá félaginu. Colin Stewart hefur leikið með liðum eins og Ipswich og Queens Park í Englandi en Sigurður Jónsson, þjálfari Grindvíkinga, sagði í samtali við vefsíðuna fotbolti.net í dag að þetta væri staða hjá liðinu þar sem vantaði samkeppni.

www.fotbolti.net

VF-mynd: Þorgils Jónsson: Frá leik Grindavíkur og ÍA í fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar fyrir skömmu. Helgi Már stendur á milli stanganna hjá Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024