Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Liðin úr Reykjanesbæ töpuðu á útivelli
Föstudagur 28. nóvember 2014 kl. 22:07

Liðin úr Reykjanesbæ töpuðu á útivelli

Bæði liðin úr Reykjanesbæ þurftu að sætta sig við tap þegar áttundu umferð í Domino's deild karla í körfubolta lauk. Njarðvíkingar lágu á útivelli gegnu Haukum í spennandi leik, þar sem lokatölur urðu 67-66 fyrir Hafnfirðinga. Njarðvíkingar áttu lokaskotaleiksins, en það rataði ekki rétta leið. Hjá Njarðvík var Justin Salisbury atkvæðamestur með 26 stig og 10 fráköst.

Tölfræði leiksins

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Keflvíkingar fóru í Dalhús í Grafarvogi þar sem þeir töpuðu 93-81 gegn Fjölni. Þar hföðu Fjölnismenn ekki sigrað frá árinu 2006. William Graves átti stórleik fyrir Keflavík en hann skoraði 39 stig og tók 10 fráköst. Valur Orri kom honum næstur með 15 stig.

Tölfræði leiksins