„Liðið tekið miklum framförum í vetur“
Eva Stefánsdóttir var ein af leikmönnum Njarðvíkinga sem komust í bikarúrslitaleikinn fyrir 10 árum síðan þar sem Njarðvíkingar töpuðu fyrir KR-ingum eftir framlengdan leik. Hún hefur trú á því nú takist stelpunum að koma með bikarinn heim en við fengum Evu til þess að spá fyrir um úrslit bikarleikjana sem fara fram á laugardag.
Keflavík – TindastóllKeflavík - Tindastóll
„Ég spái Keflavík sigri 85-80. Reynslan segir að þeir muni standast pressuna betur en Tindastólsmenn sem hafa minni reynslu af úrslitaleikjum í Höllinni. Fylgjast skal vel með Magga Gunn sem nærist á svona úrslitaleikjum.“
Njarðvík – Snæfell
„Leikurinn fer 69-65 fyrir Njarðvík að sjálfsögðu. Njarðvík hefur haft betur í fyrri viðureignum þessara liða í deildinni og ég er búin að sjá miklar framfarir í liðinu í vetur og baráttu sem mun skila sigri á laugardaginn að mínu mati. Petrúnella á eftir að koma sterk inn ásamt báðum erlendu leikmönnunum. Þær þrjár eru burðarásar liðsins. Reyndar hafa allir leikmenn liðsins tekið miklum framförum í vetur undir stjórn frábærs þjálfara.“
Mynd: Magnús nærist ekki eingöngu á Lay´s flögum heldur líka á stórleikjum í körfubolta.