Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Liðið kemur vel undan vetri og við erum bjartsýnir - segir fyrirlði Keflavíkur sem leikur gegn FH í stórleik fyrstu umferðar
Mánudagur 11. maí 2009 kl. 15:03

Liðið kemur vel undan vetri og við erum bjartsýnir - segir fyrirlði Keflavíkur sem leikur gegn FH í stórleik fyrstu umferðar


„Liðið kemur vel undan vetri, þar sem við höfum æft vel í allan vetur. Okkur hefur gengið misjafnlega í æfingaleikjunum þar sem við höfum verið að þróa okkar leik áfram, en ég tel að við séum á góðu róli núna og mætum tilbúnir í fyrsta leik.,“ segir Hólmar Örn Rúnarsson fyrirliði Keflavíkur en silfurliðið 2008 mætir sjálfum Íslandsmeisturunum í fyrstu umferðinni á Sparisjóðsvellinum í kvöld kl.19.15

Liðið er mikið breytt frá því í fyrra þegar það kom skemmtilega á óvart með frábærum fótbolta. Hólmar er engu að síður bjartsýnn:
„Það er náttúrlega alltaf erfitt að missa menn sem hafa spilað stóra rullu í liðinu. Sérstaklega þegar þarf að skipta út miðvarðarparinu og markmanninum. En við höfum fengið mjög góða leikmenn til að fylla upp þau göt sem og önnur. Einnig er ungir og spennandi strákar í hópnum sem eiga eftir að gera góða hluti í sumar. Þannig að ég er bjartsýnn á sumarð. Ég er bjartsýnn fyrir mótið og mér finnst þessi spá um 2. sætið raunhæf“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ekki er hægt að segja að veðurguðirnir séu í stuði því rok og rigning hefur verið á Suðurnesjum nú í sólarhring. Þorsteinn Magnússon, formaður deildarinnar sagði að veðrið þyrfti að vera miklu verra til að hægt væri að fresta. Þá væri fótboltadagskráin svo stíf í sumar að ekkert mætti út af bregða. „Ef við stöndum okkur vel munum við spila einu fríhelgina sem hefur jafnan verið verslunarmannahelgin,“ sagði Þorsteinn.