Lið Loga tapaði fyrsta leiknum
Solna Vikings lið Loga Gunnarssonar tapaði á útivelli í gærkvöldi í fyrsta leik úrslitakeppninnar í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Solna lék gegn Norrköping Dolphins á útivelli og urðu loktölur 91-86. Logi gerði 17 stig í leiknum auk þess að rífa niður 9 fráköst og var hann með 4 stoðsendingar. Næsti leikur fer fram á föstudaginn.
Mynd/ Magnus Neck