Lið Jóhanns sigraði í "Bændaglímunni"
Í dag hélt Púttklúbbur Suðurnesja sína árlegu Bændaglímu, sem er lokakeppnin í Röstinni ár hvert.
30 keppendur voru mættir og voru bræðurnir Hilmar og Jóhann Péturssynir bændur. Leikar fóru svo að sveit Jóhanns vann. Næsta mót er svo á Mánatúni þann 2. júní, svokallað Eldmót 1, styrkt af Eldvörnum ehf.
Röstin verður þó opin út þennan mánuð.