Lið ÍRB sigraði með yfirburðum á AMÍ
Lið ÍRB (Íþróttabandalag Reykjanesbæjar) sigraði á AMÍ í sundi með yfirburðum um helgina á Akureyri. Lið ÍRB stefndi strax á toppinn og stóð sig frábærlega og hlutu gullverðlaunin eftirsóttu.
Á vefsíðu ÍRB fyrir mótið koma fram í hvatningarfærslu að það að vinna væri ekki nóg. „Við verðum að stefna á okkar allra besta í hverju sundi. Það skiptir ekki máli hve góð staðan er, eina leiðin til þess að geta sagt af sannleika að við höfum gert okkar besta er að við förum í þetta af öllum hug og gerum í alvörunni okkar allra besta.“
Liðsheildin; þjálfarar, foreldrar og sundfólk gerði sigurinn eins sætan og hann varð.
Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu Íþrótta-, tómstunda- og forvarna í Reykjanesbæ.