Liam O´ Sullivan fyrrverandi leikmaður Keflavíkur lést í gær
Vefsíða Keflavíkur í knattspyrnu greindi frá því fyrir stundu að Liam O´Sullivan, skoski varnarmaðurinn sem lék með Keflavíkurliðinu sumarið 2000, hafi látist í gærkvöldi. O´Sullivan var leikmaður Hibernian í Edinborg en lék sem lánsmaður með Keflavík fyrri hluta tímabilsins 2000. Hann var aðeins tvítugur og þótti mjög efnilegur varnarmaður.O´Sullivan lést á heimili vinar síns og telur lögreglan að dauði hans hafi komið í kjölfar neyslu á áfengi og alsælu. Sky Sports greindu frá þessari frétt. O´Sullivan átti við hnémeiðsla að stríða en var að stíga upp úr þeim meiðslum.