Léttur sigur Keflvíkinga á Ásvöllum
Keflvíkingar unnu frekar fyrirhafnarlítinn sigur á Haukum í gær, 79-104, og eru enn á toppi Intersport-deildarinnar. Magnús Þór Gunnarson fór fyrir Keflvíkingum og skoraði 29 stig, þar af 7 þriggja stiga körfur, en Nick Bradford átti einnig góðan leik. Hann var einum stolnum bolta frá því að ná ferfaldri tvennu, en hann var með níu slíka auk 12 stiga, 11 frákasta og 10 stoðsendinga.
Keflvíkingar náðu yfirhöndinni strax í byrjun leiks og voru með 16 stiga forskot, 17-33 eftir fyrsta leikhluta. Munurinn hélst fram að hálfleik þar sem staðan var 35-51 og var það góður varnarleikur sem hélt Haukum í skefjum. Keflvíkingar léku á köflum stífa pressuvörn og stálu boltum í gríð og erg.
Heimamennn áttu sér ekki viðreisnar von í seinni hálfleik þar sem bekkurinn hjá Keflvíkingum fékk að spreyta sig og stóðu þeir sig mjög vel að sögn heimasíðu félagsins.
Keflvíkingar náðu yfirhöndinni strax í byrjun leiks og voru með 16 stiga forskot, 17-33 eftir fyrsta leikhluta. Munurinn hélst fram að hálfleik þar sem staðan var 35-51 og var það góður varnarleikur sem hélt Haukum í skefjum. Keflvíkingar léku á köflum stífa pressuvörn og stálu boltum í gríð og erg.
Heimamennn áttu sér ekki viðreisnar von í seinni hálfleik þar sem bekkurinn hjá Keflvíkingum fékk að spreyta sig og stóðu þeir sig mjög vel að sögn heimasíðu félagsins.