Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Léttur sigur Grindavíkur á KFÍ
Laugardagur 4. desember 2004 kl. 19:03

Léttur sigur Grindavíkur á KFÍ

Grindvíkingar áttu ekki í vandræðum með botnlið KFÍ í Intersport-deildinni í dag. Lokatölur voru 115-94, en nú eru Grindvíkingar búnir að vinna sig upp í 5.-6. sæti deildarinnar eftir frekar slaka byrjun.

Leikurinn var jafn til að byrja með þar sem bæði lið skoruðu nánast að vild í 1. leikhluta. Staðan að honum loknum var 31-33, en munurinn jókst í 13 stig í hálfleik, 51-64.

Í seinni hálfleik tóku Grindvíkingar endanlega stjórnina og sigldu örugglega framúr allt til enda.

Darrel Lewis og Páll Axel Vilergsson áttu báðir skínandi leiki þar sem Páll gerði 36 stig, þar af átta 3ja stiga körfur. Lewis bætti við 31 stigi og var auk þess með 11 fráköst og 11 stolna bolta þannig að hann var með þrefalda tvennu.

Í liði heimamanna var Josh Helm allt í öllu sem endranær og skoraði 46 stig og tók 13 fráköst.

Tölfræði leiksins

Mynd úr safni VF/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024