Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Lengjudeild karla: Flottur útisigur hjá Grindavík - Keflavík tapaði
Grindvíkingar fögnuðu vel í Grafarvoginum eftir sigur á heimamönnum. Sjá má fagnið í myndskeiði hér neðar í fréttinni. VF/sigurbjörn.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 11. júlí 2025 kl. 22:30

Lengjudeild karla: Flottur útisigur hjá Grindavík - Keflavík tapaði

Grindvíkingar unnu sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir en Keflvíkingar töpuðu í 12. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Njarðvíkingar leika á morgun, laugardag.

Grindvíkingar lentu 2-0 undir gegn heimamönnum í Fjölni en sóttu heldur betur í sig veðrið í síðari hálfleik og skoruðu þrjú mörk á átta mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik. Ármann I. Finnbogason skoraði fyrsta mark Grindvíkinga úr aukaspyrnuy og Adam Árni Róbertsson jafnaði leikinn 2-2. Það var svo Sindri Þór Guðmundsson sem kom UMFG í 2-3.

Heimamenn í Fjölni fengu svo vítaspyrnu á 81. mínútu sem Matias Niemela varði og gulltryggði sigur eftir erfið nokkur töp að undanförnu.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindvíkinga sagði sína menn hafa verið stressaða og slaka í fyrri hálfleik en allt annar bragur hafi verið á þeim í síðari hálfleik.

Sigurbjörn Daði blaðamaður VF ræddi við hann og Adam Árna Róbertsson eftir leik. Sjá hér neðar í fréttinni.

Keflvíkingar gátu lyft sér ofar á töfluna með sigri á Þrótti úr Reykjavík á heimavelli þeirra síðarnefndu en liðin voru á svipuðum stað í deildinni. Þeim varð ekki sú kápan úr klæðinu því þeir röndóttur unnu 3-2 í fjörlegum leik. Þeir komust yfir á 32. mínútu en Marin Mudrazija jafnaði á 35. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Þróttarar skoruðu á 58. og 86. mínútu og komust í 3-1. Eiður Orri Ragnarsson minnkaði muninn fyrir bítlabæjarliðið á 88. mínútu en það dugði ekki til. Sindri K. ÓIafsson, markvörður Keflvíkinga var svo rekinn af velli á 94. mínútu fyrir  brot.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025