Lengjubikarinn um helgina: Grindavík lá gegn Val
Grindvíkingar steinlágu gegn Íslandsmeisturum Vals 4-1 í Lengjubikarkeppninni í knattspyrnu um helgina þar sem framherjinn öflugi Helgi Sigurðsson skoraði fernu fyrir Val. Það var svo Andri Steinn Birgisson sem minnkaði muninn í 4-1 úr vítaspyrnu fyrir Grindvíkinga.
Sandgerðingar mættu Sindara í Reykjaneshöll á laugardag og höfðu þar góðan 3-2 sigur með mörkum frá Davíði Erni Hallgrímssyni og Guðmundi Gísla Gunnarssyni en fyrsta mark Reyni í leiknum var sjálfsmark andstæðinganna.
Njarðvík og Fylkir gerðu svo markalaust jafntefli á Fylkisvelli. Björn Bergmann Vilhjálmsson gerði þrennu fyrir Víðismenn og Þorsteinn Þorsteinsson var með eitt mark þegar Víðismenn lögðu Hamar 4-2.
Næsti leikur Keflvíkinga í Lengjubikarnum er laugardaginn 15. mars næstkomandi þegar þeir leika gegn Fjarðarbyggði í Fjarðarbyggðarhöllinni fyrir Austan.
VF-Mynd/ [email protected] – Scott Ramsay og félagar í Grindavík fengu rassskell um helgina gegn Íslandsmeisturum Vals.