Lengjubikarinn: Keflavík steinlá
Keflavík og KR mættust í Lengjubikarnum í knattspyrnu um helgina þar sem KR fór með 4-1 stórsigur af hólmi í Reykjaneshöll. Hallgrímur Jónasson gerði eina mark Keflavíkur í leiknum á 67. mínútu og minnkaði muninn í 2-1.
Guðmundur Reynir Gunnarsson bætti svo við tveimur mörkum fyrir KR á 90. og 93. mínútu leiksins.
Eftir leik helgarinnar eru Keflvíkingar í 4. sæti A deildar í Lengjubikarnum en þeir leika í riðli 2. KR hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í keppninni og eru í 2. sæti riðilsins með 9 stig.
Næsti leikur Keflavíkur er á fimmtudag kl. 18:30 en þá mæta þeir ÍA í Akraneshöllinni uppi á Skipaskaga.
VF-mynd/ Hallgrímur í leik með Keflavík síðasta sumar.