Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Lengjubikarinn farinn af stað
Mánudagur 25. febrúar 2008 kl. 10:38

Lengjubikarinn farinn af stað

Lengjubikarinn í knattspyrnu er nú kominn á fullt skrið og um helgina áttu Suðurnesjaliðin misjöfnu gengi að fagna. Á laugardag máttu Grindvíkingar sætta sig við stóran ósigur gegn Breiðablik 1-5 í Reykjaneshöllinni. Andri Steinn Birgisson gerði mark Grindavíkur í leiknum.

 

Njarðvíkingar sem leika í riðli nr. 4 mættu HK í Kórnum í gær og máttu þola 1-0 tap gegn Kópavogsliðinu. Fylkir og Keflavík mættust svo í Egilshöll þar sem Keflvíkingar höfðu betur 4-3. Patrik Redo er farinn að láta vel til sín taka í framlínu Keflavíkur en hann skoraði tvívegis gegn Fylki en hin mörk Keflvíkinga gerðu þeir Högni Helgason og Nicolai Jörgensen.

 

Keppni í B-riðlum í Lengjubikarkarla hefst svo á næstu dögum!

 

Mynd: www.fotbolti.netNicolai Jörgensen í baráttunni gegn Fylki í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024