Lengjubikarinn af stað
Sigrar hjá Suðurnesjaliðunum
Körfuboltinn er aftur farinn að rúlla og undanfarna daga hafa nokkrir leikir farið fram hjá Suðurnesjaliðinum í Lengjubikarnum. Njarðvíkingar heimsóttu Þór Þorlákshöfn í karlaflokki í gær og þar höfðu Njarðvíkingar sigur 78-93. Elvar Friðriksson var stigahæstur Njarðvíkinga með 19 stig og Magiej Baginski og Hjörtur Einarsson skoruðu 16 stig hvor.
Stúlkurnar hófu leik á sunnudag en Njarðvíkingar höfðu þar einnig sigur gegn KR-ingum, 64-72. Nýjasti leikmaður Njarðvíkinga, Jasmine Beverly skoraði 25 stig og tók 13 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir var með 14 stig og Andrea Björt Ólafsdóttir var með 8 stig, 11 fráköst og 3 varin skot.
Keflavíkurstúlkur sigruðu svo Valsstúlkur 58-63. Þar voru fyrirferðamestar þær: Ingunn Embla Kristínardóttir með 14 stig og 6 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir með 13 og 10 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 11 stig og 9 fráköst og Bryndís Guðmundsdóttir með 10 stig og 12 fráköst.