Föstudagur 17. september 2010 kl. 14:12
Lengjubikar kvenna: Keflavík og Njarðvík leika í kvöld
Í kvöld verða tveir leikir í Lengjubikar kvenna í körfuknattleik. Keflavík tekur á móti Snæfelli kl. 19:15 í Toyotahöllinni. Á sama tíma mætast lið Hamars og Njarðvíkur í Hveragerði.
Á morgun leikur svo þriðja Suðurnesjaliðið í keppninni þegar Grindavík mæti Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði.