Lengjubikar kvenna: Keflavík í úrslit
Keflavíkurstúlkur eru komnar í úrslit Lengjubikarsins í körfuknattleik eftir að þær sigruðu lið Hamars í gær með 10 stiga mun, 75-65. Leikurinn fór fram í Hveragerði. Keflavík var sterkari allan leikinn og leiddu 20-14 eftir fyrsta leikhluta. Staðan í hálfleik var 39-24 fyrir Keflavík.
Jacquline Adamshick lék stórt hlutverk í liði Keflavíkur, skoraði 22 stig, hirti 19 fráköst og átti fimm stoðsendingar. Bryndís Guðmundsdóttir var með 20 sig og 12 fráköst.
Á sama tíma léku KR og Haukar í DHL-höllinni þar sem KR hafði betur en naumlega þó, 71-69. Það verða því KR og Keflavík sem berjast um Lengjubikarinn í Laugardalshöllinni næstkomandi sunnudag.
Ljósmynd/www.karfan.is - Jacquline Adamshick sækir að körfu Hamars.