Lele Hardy yfirgefur Njarðvík
Spilar með Haukum á næsta tímabili
Lele Hardy, leikmaður og spilandi þjálfari Njarðvíkur í kvennakörfuboltanum hefur samið við Hauka um að leika með Hafnarfjarðarliðinu næsta tímabil. Ljóst er að mikill missir verður af Hardy sem er án efa einn sterkasti leikmaður sem spilað hefur í íslensku kvennakörfunni.
Njarðvíkingar urðu Íslands-og Bikarmeistarar í fyrra og spilaði Lele stórt hlutverk í liðinu. Lele er alhliða leikmaður og hefur tölfræðin hennar oft verið hreint ótrúleg síðustu tvö ár, en síðasta tímabil var hún með 24.3 stig að meðaltali í leik og tók 17.6 fráköst.