Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lele Hardy fingurbrotin - Frá í mánuð
Á myndinni að ofan má sjá fingur Hardy þegar hún fór af velli með sjúkraþjálfara Njarðvíkurliðsins um helgina. Á neðri myndinni er hún svo þegar hún er kominn inná aftur eftir að hafa verið „teipuð“. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Mánudagur 8. október 2012 kl. 12:32

Lele Hardy fingurbrotin - Frá í mánuð

Njarðvíkurstúlkur urðu fyrir því áfalli á laugardag að Lele Hardy fingurbrotnaði á litla fingri vinstri handar. Þrátt fyrir þetta þá harkaði hún af sér og skilaði sínu í leiknum gegn Haukum.  Samkvæmt heimildum Karfan.is segja læknar að hún verði frá í mánuð á meðan hún jafni sig á þessum meiðslum.

Sömu heimildir Körfunnar segja hinsvegar einnig að stúlkan muni ekki koma til með að getað beðið svo lengi og jafnvel muni hreinlega „teipa“ puttann og spila með hann brotinn gegn læknisráði.
 
Lele hefur hafið tímabilið með Njarðvík líkt og hún endaði það á síðasta tímabili og skorað 28 stig í leik og hirt 18 fráköst.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024