Leikur númer tvö hjá Keflavík í kvöld
Íslandsmeistarar Keflavíkur mæta Haukum í annarri undanúrslitaviðureign liðanna í Iceland Express deild kvenna í kvöld að Ásvöllum. Staðan í einvíginu er 0-1 Hauka í vil eftir sigur þeirra í Toyota-höllinni á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er hann í beinni útsendingu á netinu.