Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikur leikjanna í kvöld – hverjir verða Íslandsmeistarar?
Fimmtudagur 29. apríl 2010 kl. 08:48

Leikur leikjanna í kvöld – hverjir verða Íslandsmeistarar?


Í kvöld kemur í ljós hverjir verða Íslandsmeistarar í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Keflavík og Snæfell mætast í fimmta og síðasta leiknum í baráttunni um þennan eftirsótta titil en baráttan í viðureign liðanna hefur verið geysihörð. Keflvíkingar verða á heimavelli í kvöld en leikurinn hefst kl. 19:15.

„Ég verð klár í úrslitaleikinn eins og allt liðið,“ segir Jón Norðdal Hafsteinsson, fyrirliði Keflvíkinga, í samtali við Víkurfréttir í dag.  Jón þurfti að fara af leikvelli í síðasta leik en hann fékk olnbogaskot frá einum leikmanna Hólmara eftir að hafa verið í sjö mínútur inni á vellinum. Hann fór með lækni á sjúkrahús og var saumaður tíu sporum í andlitið. „Nefið slapp, það var gott. Ég var aðeins vankaður á eftir en að öðru leyti í lagi,“ sagði Jonni eins og fyrirliðinn er kallaður. Hann segir alla tilbúna í þennan stóra leik. Keflavík sé lið sem hafi hefð fyrir því að spila úrslitaleiki.

Frá árinu 2000 hafa Keflvíkingar unnið titilinn fjórum sinnum en Snæfell aldrei.

Úrslit leikja í rimmunni eru á þessa leið:

Keflavík 97-78 Snæfell
Snæfell 91-69 Keflavík
Keflavík 85-100 Snæfell
Snæfell 73-82 Keflavík

Miðasala hefst kl. 17 í dag í íþróttahúsinu við Sunnubraut.
---

Mynd/www.karfan.is - Hvort liðið mun hampa þessum í kvöld?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024