Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikur Hörður á Íslandi í sumar?
Miðvikudagur 7. maí 2008 kl. 14:26

Leikur Hörður á Íslandi í sumar?

Knattspyrnumaðurinn Hörður Sveinsson frá Keflavík gæti vel hugsað sér að leika á Íslandi í sumar ef freistandi tilboð kæmi upp á hans borð. Frá þessu er greint á www.visir.is í dag.
 
Hörður sem leikur með Silkeborg í Danmörku vill fá að spila meira en persónulega hefur hann ekki rætt við nein félög ennþá en umboðsmaður hans hefur átt í einhverjum viðræðum við íslensk lið. Hörður sagði í samtali við Vísi að ef Silkeborg vilji hleypa honum annað komi það vel til greina að hreyfa sig.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024