Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikur 2: KR-ingar mæta í Röstina
Sunnudagur 16. mars 2008 kl. 12:22

Leikur 2: KR-ingar mæta í Röstina

Annar leikur Grindavíkur og KR í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik fer fram í Röstinni í Grindavík í kvöld kl. 19:15. Liðin mættust í sínum fyrsta leik á föstudag þar sem KR-ingar höfðu sterkan 81-68 sigur á bikarmeisturum Grindavíkur.
 
Reyndar hafa liðin unnið alla heimaleiki sína gegn hvert öðru í vetur og KR-ingar hafa enn ekki sótt sigur á Suðurnesin. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í úrslitin og mætir Keflavík eða Haukum og því er Grindvíkingum sigurinn afar mikilvægur í dag enda heyrir það nánast undir kraftaverk í körfuboltanum að vinna einvígi þar sem lið hafa lent 2-0 undir, það hefur þó vissulega gerst.
VF-Mynd/ [email protected] - Petrúnella Skúladóttir sækir að körfu KR í leik liðanna í Vesturbænum á föstudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024