Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leiktíðin að veði hjá heimamönnum í Röstinni
Laugardagur 12. apríl 2008 kl. 10:47

Leiktíðin að veði hjá heimamönnum í Röstinni

Grindavík og Snæfell mætast í sínum þriðja leik í Röstinni í dag kl. 16:00 í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Staðan í einvíginu er 2-0 Snæfell í vil og takist þeim að hafa sigur í dag eru þeir komnir áfram í úrslitin.
 
Fyrstu tveir leikir liðanna hafa verið nokkuð svipaðir þar sem Grindvíkingar hafa litið vel út framan af leik en þegar líða hefur tekið á leikina taka bikarmeistararnir völdin og sigla nokkuð sterklega í átt að sigri. Því verður fróðlegt að sjá í dag hvort Grindvíkingum takist að snúa sér taflinu í hag. Ekkert annað en sigur dugir Grindvíkingum í dag annars er leiktíðin á enda hjá þeim.
 
Tölfræðingurinn og blaðamaðurinn Óskar Ófeigur Jónsson hefur fundið það út að ósigur Grindavíkur í Stykkishólmi á fimmtudagskvöld var tíundi ósigur Friðriks Ragnarssonar þjálfara Grindavíkur í röð gegn Snæfellingum. Hvort hann sé kominn með meira en nóg af því að láta í minni pokann gegn Hólmurum kemur í ljós í dag.
 
Leikur 1
Grindavík 94-97 Snæfell
 
Leikur 2
Snæfell 79-71 Grindavík
 
Grindavík-Snæfell
Leikur 3 í Röstinni kl. 16:00
 
VF-Mynd/ [email protected]Páll Kristinsson og félagar í Grindavík eiga aðeins einn séns eftir og hann er í dag!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024