Leikmenn velja fyrirliða síðar í vikunni
Knattspyrnulið Grindavíkur mun velja sér fyrirliða síðar í þessari viku að sögn þjálfara liðsins, Milans Stefáns Jankovic. Óðinn Árnason sem verið hefur fyrirliði Grindvíkinga mun ekki leika með liðinu á næstu leiktíð en hann gekk í raðir Fram að lokinni síðustu leiktíð þar sem Grindvíkingar féllu í 1. deild.
Milan Stefán sagði í samtali við Víkurfréttir að leikmenn liðsins myndu velja sér fyrirliða en Óli Stefán Flóventsson þykir líklegur til þess að taka við fyrirliðabandinu enda var hann varafyrirliði í tíð Óðins og hefur verið fyrirliði í síðust æfingaleikjum Grindavíkur.
Næsti æfingaleikur Grindvíkinga verður gegn Víkingum í næstu viku í Egilshöll en í síðust tveimur æfingaleikjum lögðu þeir Njarðvíkinga að velli en töpuðu gegn HK.
Af öðrum málum hjá knattspyrnudeild Grindavíkur er það að frétta að Paul McShane verður áfram með liðinu á næstu leiktíð og er hann væntanlegur til landsins í febrúarbyrjun. Þá segir
Stefnan hjá Grindavík er einnig tekin á að fara aftur til Tyrklands í æfingaferð og sagði
VF-mynd/ [email protected] - Óli Stefán kemur sterklega til greina sem næsti fyrirliði Grindvíkinga.