Íþróttir

Leikmenn Kára og Þróttar borguðu sig inn á eigin leik í Vogum
Sunnudagur 30. júlí 2017 kl. 00:55

Leikmenn Kára og Þróttar borguðu sig inn á eigin leik í Vogum

Káramenn voru í heimsókn hjá Þrótturum í Vogum á föstudagskvöld en heimamenn höfðu sett leikinn upp sem ágóðaleik fyrir Héðinn Mána sem er ungur Vogamaður og er með krabbamein í höfði.
 
Káramenn og Þróttarar tóku þátt í að styrkja þetta góða málefni með því að borga aðgangseyri á eigin leik og tóku allir leikmenn og þjálfarar þátt í því. 
 
Að sögn Marteins Ægissonar, framkvæmdastjóra Þróttar, þá var það facebookfærsla frá Bríeti Sunnu, frænku Héðins, sem hreyfði við mönnum. 
 
Það kom ekkert annað til greina en að aðstoða fjölskylduna með þessum hætti. Þetta er lítið samfélag og þegar kallið kom þá er það bara þannig að allir verða reyna aðstoða með sínum hætti,“ sagði Marteinn. 
 
„Það var gaman að sjá Lúlla og Sveinbjörn frá Kára og leikmenn Þróttar mæta á svæðið og bíða eftir að miðasalan opnaði. En bæði lið borguðu sig inn á leikinn og safnaðist 130þúsund krónur til styrktar Héðni“.
 
Fjölskylda Héðins Mána hefur stofnað styrktarreikning. 
 
Kennitala: 150558-3019
Reikningsnúmer: 0142-05-006602
 
Margt smátt gerir eitt stórt.

 
Public deli
Public deli