Leikmenn frá WBA til Keflavíkur
Tveir ungir leikmenn frá West Bromwich Albion, þeir Lateef Elford-Alliyu og Kayleden Brown, eru komnir til Keflavíkur sem lánsmenn. Báðir leikmennirnir hafa verið viðloðandi aðallið WBA og hafa einnig verið lánaðir til annarra félaga. Þeir félagar eru báðir fæddir 1992.?
Lateef Elford-Alliyu er sóknarmaður og hefur spilað með enska U-17 ára landsliðinu. Hann hefur verið hjá WBA síðan 2005, spilað með varaliði félagsins og lék einnig með Hereford.?
Kayleden Brown er miðjumaður og er í U-19 ára liði Wales. Hann lék með varaliði WBA í vetur og var svo lánaður til Barrow. Hann var í hópi hjá WBA þegar liðið spilaði gegn Reading á þessu ári.?
Það er umboðsskrifstofan Sportic sem hefur milligöngu um komu strákanna til Keflavíkur. Þetta er vonandi eitthvað sem koma skal á milli WBA og Keflavík og verður bara byrjunin á góðu samstarfi.?
Þegar þetta er skrifað þá er Kayleden Brown kominn með leikheimild en Lateef Elford ekki. Þeir voru á æfingu hjá Zoran í gær með 2. flokki félagsins og voru bara hinir hressustu. Piltarnir munu mæta svo hjá Willum í kvöld og æfa með aðalliðinu.?
Mynd: ?Lateef Elford-Alliyu og Kayleden Brown. Ljósmynd: Jón Örvar