Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Leikmenn borguðu sig inn á leikinn
Laugardagur 28. október 2017 kl. 09:58

Leikmenn borguðu sig inn á leikinn

Í gærkvöldi fór fram viðureign Grindavíkur og Tindastóls í Domino’s- deild karla í körfu. Leikmenn beggja liða borguðu sig inn á sinn eigin leik til þess að styrkja og styðja við bakið á fjölskyldu Magnúsar Andra Hjaltasonar sem lést í vikunni. Magnús var mikill stuðningsmaður Grindavíkur og var meðal annars formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.

Á Facebook síðu Tindastóls kom fram að allir leikmenn liðsins hefðu borgað fyrir sig inn á leikinn og minntu á að á landsvísu erum við ein fjölskylda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þór Akureyri leikur gegn Grindavík í 1. deild kvenna í dag og á morgun og mun allur ágóði beggja leikjanna fara til fjölskyldu Magnúsar Andra.

Þeir sem vilja styðja við fjölskyldu Magnúsar Andra og komast ekki á leikina geta lagt inn á reikning sem er í varðveislu Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur: 0146-26-3030, kennitala 550591-1039.

Leikmenn borga sig inn