Leikmaður Grindavíkur féll á lyfjaprófi
Sigurður F. Gunnarsson leikmaður Grindavíkur í Iceland Express deild karla í körfuknattleik var fyrir skömmu dæmdur í 6 mánaða keppnisbann af Dómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.
Eftir leik Grindavíkur og Skallagríms þann 16. mars síðastliðinn var Sigurður tekinn í lyfjapróf og við rannsóknir á sýninu kom í ljós að það innihélt efni sem eru á bannlista WADA.
Sigurður sem er 22 ára lék 20 deildarleiki með Grindavík í vetur en hefur áður leikið með Reyni S. og B liði Keflavíkur í 2. deildinni.