Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikkerfi Keflavíkur lak út fyrir leik
Mánudagur 22. júlí 2013 kl. 13:29

Leikkerfi Keflavíkur lak út fyrir leik

Leikskipulag Keflvíkinga sem liðið hugðist nota gegn FH í Pepsi-deildinni á laugardag, komst í hendur FH-inga skömmu fyrir leik, en meiddur leikmaður Keflvíkinga nefndi kerfið við stuðningsmenn í sjoppunni á Nettóvellinum. Vefsíðan Fótbolti.net greinir frá því að ónefndur leikmaður Keflavíkurliðsins hafi haft á orði við tvo stuðningsmenn í sjoppunni fyrir leik að Keflavík hafi ætlað að koma FH á óvart og spila 3-5-2 leikkerfið. Skömmu síðar heyrist maður fyrir aftan þá tala í símann: „Segðu Heimi að þeir ætla að spila með 3-5-2.“

Sá var Lúðvík Arnarson varaformaður FH sem heyrði á tal mannana og lét þjálfarann sinn strax vita og þakkaði uppljóstranum svo fyrir. „Ég var í sjoppunni fjórar mínútur í leik að fá mér sódavatn þegar ég heyrði meiddan leikmann frá Keflavík segja við stuðningsmenn að þeir ætli að koma á óvart og spila 3-5-2,“ sagði Lúðvík við Fótbolta.net. „Ég tók strax upp símann og lét vita að þeir ætluðu að spila 3-5-2, svo sagði ég takk við leikmanninn og honum var brugðið enda vissi hann ekkert hver ég er.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar töpuðu leiknum 0-4 en það er spurning hvort þessar upplýsingar hafi hjálpað Hafnfirðingum mikið, þeir virtust einfaldlega mun betri aðilinn í leiknum.