Leikjum kvöldsins lokið
Öllum leikjunum í Landsbankadeild karla er lokið. FH sigraði ÍBV í Hafnarfirði með mörkum Tommy Nielsen og Guðmundar Sævarssonar en Einar Þór Daníelsson skoraði mark ÍBV. Þórarinn Kristjánsson skoraði eina mark Keflavíkur í 1:0 sigri liðsins á Víkingi. Á Akureyri skildu KA og Grindavík jöfn 1:1. Grétar Hjartarson kom gestunum yfir snemma leiks en Atli Sveinn Þórarinsson jafnaði fyrir heimamenn um miðbik síðari hálfleiks. Þá varð jafntefli á leik Fram og Fylkis í laugardalnum. Ólafur Stígsson kom Fylki yfir en Andri Sveinn Ottóson jafnaði metin fyrir Fram.