Leikjum frestað í Lengjudeildinni
Vegna afleitra aðstæðna, en veðrið er að setja strik í reikninginn, hefur tveimur leikjum Suðurnesjaliðanna Grindavíkur og Keflavíkur verið frestað til morguns.
Grindvíkingar áttu að taka á móti Leiknismönnum úr Reykjavík í dag kl. 16:30 en toppslagur Keflavíkur og Fram átti að fara fram á sama tíma á Nettóvellinum. Báðum leikjum hefur verið frestað og verða þeir leiknir á sama tíma á morgun:
Grindavík - Leiknir, Grindavíkurvöllur fim. 17/9 kl. 16:30
Keflavík - Fram, Nettóvöllurinn fim. 17/9 kl. 16:30