Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikir kvöldsins: Keflvíkingar mæta með tvo útlendinga
Föstudagur 29. október 2010 kl. 10:07

Leikir kvöldsins: Keflvíkingar mæta með tvo útlendinga


Tveir Suðurnesjaleikir eru í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Grindvíkingar taka á móti ÍR-ingum og ættu samkvæmt stöðunni í deildinni ekki að eiga í erfiðleikum með að landa fimmta sigrinum í röð. Grindavíkingar sitja í efsta sætinu en ÍR í næst neðsta sæti með einn unnin leik og þrjá tapaða.

Í Keflavík taka heimamenn á móti KR. Keflvíkingar hafa verið að safna saman vopnum sínum eftir slæma byrjun á Íslandsmótinu. Þeir hafa einungis unnið einn leik en tapað þremur. Eru núna komnir með stæðilegan Serba í sínar raðir og Valentino Maxwell er búinn að ná sér af meiðslum. Síðustu fréttir herma að Serbinn Lazar Trifunovic sé kominn með leikheimild frá heimalandinu. KR-ingar eru í betri málum í deildinni, hafa unnið þrjá leiki en tapað einum.
Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.

Mynd - Serbinn Lazar Trifunovic leikur með Keflavík í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024