Leikir kvöldsins í fótboltanum
Það er heil umferð á dagskrá í 2. deild karla í kvöld. Víðir tekur þá á móti Hamar úr Hveragerði á Garðsvelli. Á sama tíma mætir Reynir S. Aftureldingu á Varmárvellinum í Mosfellsbæ. Báðir þessi leikir hefjast kl. 19:00.
Lið GRV fer í heimsókn í Hafnarfjörðinn og keppir við FH í A-riðli 1. deildar kvenna. Leikurinn er mjög mikilvægur, með sigri þá tryggja þær sér í umspil um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
VF-MYND/Þorgils: Skyldi Víðir fagna á heimavelli í kvöld?