Leikir kvöldsins
Þrír leikir fara fram í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld. Nýliðar Þróttar í Vogum reyna að hala inn sín fyrstu stig þegar FSu kemur í heimsókn í Vogana kl. 20:00. Þá mætast Valur og KFÍ og svo Breiðablik og Ármann/Þróttur.
Í 1. deild kvenna verður hörkuslagur þegar UMFN tekur á móti B-liði Hauka í Ljónagryfjunni kl. 19:15. Frítt verður á leikinn í boði Trésmíðaverkstæðis Stefáns og Ara.