Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikir dagsins: Keflavíkurstúlkur með annan fótinn í úrvalsdeild
Laugardagur 21. ágúst 2004 kl. 19:52

Leikir dagsins: Keflavíkurstúlkur með annan fótinn í úrvalsdeild

Keflavíkurstúlkur báru sigurorð af Þrótti frá Reykjavík, 3-4, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar kvenna í knattspyrnu.

Leikurinn var jafnari en margir sem Keflavík hefur spilað í sumar, en þær unnu síðasta leik sinn í riðlakeppninni 22-0. Þessi sigur er gott veganesti fyrir seinni leikinn sem verður á þriðjudaginn á Keflavíkurvelli.

Þá gerðu Reynir og Magni frá Grenivík markalaust jafntefli í 8-liða úrslitum 3. deildar karla í dag.

Leikurinn fór fram í Grenivík en seinni leikurinn fer fram á Sandgerðisvelli á þriðjudaginn.

Að lokum má geta þess að Víðir úr Garði gerði 1-1 jafntefli við Víking úr Ólafsvík í 2. deild karla.

Víðismenn eru enn í fallsæti og verður allt að ganga upp í síðustu tveimur leikjunum til að þeir falli ekki niður um deild.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024