Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikir dagsins - Grindvíkingar taka á móti Valsmönnum
Sunnudagur 8. maí 2011 kl. 12:00

Leikir dagsins - Grindvíkingar taka á móti Valsmönnum

Keflavík og Grindavík leika í kvöld í Pepsi-deild karla. Grindvíkingar leika sinn fyrsta heimaleik er þeir fá sjóðheita Valsmenn í heimsókn klukkan 19:15. Grindvíkingar unnu frækinn sigur á Fylki í fyrstu umferð á dögunum 2-3.

Keflvíkingar fara í Vesturbæinn og mæta Kr-ingum sömuleiðis klukkan 19:15. Bæði lið sigruðu sinn fyrsta leik en Keflvíkingar báru sigurorð af Stjörnunnu 4-2 á heimavelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Reynir Sandgerði leikur í Valitor-bikarnum í dag en þeir heimsækja Káramenn á Akranes núna klukkan 15:00.

Mynd: Magnús Björgvinsson skoraði á móti Fylki í fyrstu umferð