Leikir dagsins
Keflavíkurkonur heimsækja Breiðablik í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 19:15. Breiðablik er í 2. sæti deildarinnar en Keflavík er í 5. sæti.
Reynismenn heimsækja Fjarðarbyggð og hefst leikur liðanna kl. 19 í 2. deildinni en Reynir keppir hart við granna sína í Njarðvík um toppsætið í deildinni.
Njarðvíkingar fá svo Huginn í heimsókn og með sigri halda Njarðvíkingar toppsætinu en þeir hafa tveggja stiga forskot á Sandgerðing. Leikurinn hefst kl. 20 á Njarðvíkurvelli.