Leikið í Röstinni og Ljónagryfjunni í kvöld
Í kvöld fara fram fimm leikir í Domino's deild karla og hefjast þeir allir kl. 19:15. Grindvíkingar taka á móti Haukum í Röstinni og eiga Njarðvíkingar sömuleiðis heimaleik, gegn botnliði Valsmanna. Keflvíkingar leika á morgun, föstudag, á Ísafirði gegn KFÍ.
Leikir kvöldsins:
Stjarnan - Þór Þorlákshöfn
Snæfell - Skallagrímur
ÍR - KR
Grindavík - Haukar
Njarðvík - Valur