Leikið í Reykjanesmótinu í kvöld
Tveir leikir fara fram í Reykjanesmótinu í körfuknattleik kvöld. Í Ljónagryfjunni taka Njarðvíkingar á móti Grindavík og hefst leikurinn kl. 19:15. Keflavík heldur í Garðabæinn og mætir 1. deildarliði Stjörnunnar kl. 19:30 í Mýrinni við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.
Aðgangur er ókeypis á báða leikina.
VF-mynd/ Þorgils Jónsson: Frá leik Njarðvíkinga og Keflavíkinga í Reykjanesmótinu