Leikið í Pepsi-deild karla í kvöld
- Keflvíkingar fá FH í heimsókn
Heil umferð fer fram í kvöld í Pepsi-deild karla og eiga lið Keflvíkinga og Grindvíkinga erfiða leiki fyrir höndum. Keflvíkingar fá sterkt lið FH-inga í heimsókn á Nettó-völlinn en Grindvíkingar heimsækja Íslandsmeistara Breiðabliks í Kópavog. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.
VF-Mynd: Jafnan er hart barist þegar Keflvíkingar og FH mætast