Leikið í Ljónagryfjunni í kvöld
Grindvíkingar í beinni á SportTV
Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild karla í körfubolta. Suðurnesjamenn geta kíkt í Ljónagryfjuna, en þar fá Njarðvíkingar ÍR í heimsókn klukkan 19:15. Grindvíkingar leika á útivelli gegn Stjörnumönnum, sem nýlega töpuðu gegn Keflvíkingum. Sá leikur er í Garðabæ en hægt er að horfa á beina útsendingu á SportTV. Bæði Njarðvíkingar og Grindvíkingar hafa unnið einn leik og tapað einum.
Á morgun föstudag, heimsækja svo Keflvíkingar Þórsara í Þorlákshöfn.