Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leikið í karlaboltanum í kvöld - meiðsli hrjá Njarðvíkinga
Fimmtudagur 23. febrúar 2012 kl. 10:33

Leikið í karlaboltanum í kvöld - meiðsli hrjá Njarðvíkinga



Þrír leikir eru á dagskrá Iceland Express-deildar karla í körfubolta í kvöld en Njarðvíkingar eru einir Suðurnesjaliða sem leika heima. Þeir taka á móti ÍR-ingum klukkan 19:15 en Njarðvíkingar eru í harðri baráttu um 8. sæti deildarinnar sem gefur rétt til þess að leika í úrslitakeppni. Þessa stundina dvelja þeir í 9. sæti með sama stigafjölda og næstu tvö lið fyrir ofan sig.

Eitthvað hefur verið um meiðsli í herbúðum þeirra grænklæddu en en fram kemur á heimasíðu félagsins að Cameron Echols hafi ekkert æft með liðinu síðustu vikuna. Þá verða þeir Óli Ragnar og Hjörtur Hrafn ekki heldur með í leiknum í kvöld vegna meiðsla. Bakvörðurinn Rúnar Ingi Erlingssson fór nýverið í speglun á hné og óvíst hvort hann leiki meira með Njarðvíkingum þetta tímabilið.

Grindvíkingar fara í Hafnarfjörð í kvöld og taka á móti Haukum en Grindvíkingar eru þessa stundina með 8 stiga forystu á toppnum. Sá leikur hefst einnig klukkan 19:15.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024