Leikar að hefjast í Toyotahöllinni
Þriðja viðureign Keflavíkur og ÍR í undanúrslitum karla í körfuknattleik er við það að hefjast í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ og er fjölmennt í húsinu. Breiðhyltingar eru löngu mættir og hafa sungið hástöfum lengi vel en Pumasveitin var að koma sér fyrir og hefur þegar veitt þeim duglega samkeppni.
Nú er að duga eða drepast fyrir Keflavík sem verða að ná í sigur annars eru þeir komnir í sumarfrí.
VF-Mynd/ [email protected]– Frá Toyotahöllinni rétt í þessu. Vígamaðurinn Gunnar Einarsson er klár í slaginn.