Leika úrslitaleik í bikarkeppni 2. flokks í dag
Lið Keflavíkur/Njarðvíkur leikur til úrslita í bikarkeppni 2. flokks í dag, þriðjudaginn 27. september, gegn Fjölni. Leikurinn verður á Nettó-vellinum í Keflavík og hefst þar kl. 16:00.
Dómari leiksins verður Helgi Mikael Jónasson og aðstoðardómarar þeir Gylfi Tryggvason og Þórður Arnar Árnason.
Stuðningsmenn Keflavíkur og Njarðvíkur eru að sjálfsögðu hvattir til að mæta og styðja stráka.