Leik Njarðvíkur og Stjörnunnar frestað til morguns

Leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í Domino´s deild kvenna, sem átti að fara fram í kvöld, hefur verið frestað. Ástæða frestunarinnar er hitavatnsleysi í Reykjanesbæ og annars staðar á Suðurnesjum. Leikaðstæður þóttu þar af leiðandi ekki fullnægjandi og leik frestað.

Leikurinn fer  fram á morgun, fimmtudaginn 12. október, kl. 19:15.