Leik KFÍ og Grindavíkur frestað aftur
Bikarleik KFÍ og UMFG sem frestað var í gær hefur nú aftur verið frestað þar sem ekki er flugfært til Ísafjarðar. Leikurinn hefur verið settur á á morgun þriðkjudag kl. 19:15 á Ísafirði.
Það er mikil ísing í lofti sem gerir það að verkum að ekki er hægt að fljúga til Ísafjarðar. Frá þessu er greint á vef Körfuknattleikssambands Íslands.
VF-mynd/ úr safni